Sunnudagshugvekja

Ég þakka enn í dag fyrir þau góðu ráð sem ég fékk á snemmfullorðins árunum mínum: „Settu allt þitt traust á Guð ekki menn, mennirnir eru breyskir en Guð er alltaf sá sami.“ Í dag, mörgum árum síðar sé ég að þetta hefur verið haldreipi mitt. Í grunninn set ég allt mitt traust á Guð jafnvel þegar ég treysti á annað fólk.