Lífsins brauð

Við þurfum að nærast andlega. Því miður þá hættir okkur til að gleyma því. Við förum að upplifa skort jafnvel þó að við eigum nóg af öllu. Það er einhver innri óróleiki, óljós tilfinning um að eitthvað vanti í líf okkar, innra hungur sem bærir á sér annað slagið.