Vertu, Guð faðir, faðir minn

Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.

Höndin þín Drottinn, hlífi mér,
þá heims ég aðstoð missi,
en nær sem þú mig hirtir hér,
hönd þína ég glaður kyssi.

Dauðans stríð af þín heilög hönd
hjálpi mér vel að þreyja,
meðtak þá, faðir, mína önd,
mun ég svo glaður deyja.

Minn Jesús, andlátsorðið þitt
í mínu hjarta ég geymi,
sé það og líka síðast mitt,
þá sofna ég burt úr heimi.

 

Hallgrímur Pétursson
Bænabókin. Leiðsögn á vegi trúarinnar eftir Karl Sigurbjörnsson

Bænin er í Biblíunni, nánar tiltekið í Mattheusarguðspjalli, 6. kapítula, versum 9-13.