Ljóð allra tíma eru Ljóðaljóðin í heilagri ritningu. Ljóðaljóðin byrja á kossum brúðgumans sem kveikja eld í hjarta brúðarinnar.

Ljóðal. 1:2.

„Lát hann kyssa mig kossum munns síns,“ … 

Koss á hebresku er “nawshak” sem þýðir: herbúa, lækna, snerta með eldi, elska.

Brúðguminn Jesús kyssir sína andlegu brúði með orðinu og ný löngun brennur í hjarta hennar. Í lokakafla Ljóðaljóðanna er hún tilbúin að leyfa honum að innsigla hjarta sitt.

Guðsríkinu er líkt við meyjar sem eru að bíða eftir brúðgumanum fyrir brúðkaupið. “Um miðnætti kvað við hróp: Sjá, brúðguminn kemur, farið til móts við hann.”  Kirkjan er hvött til að vaka og biðja því brúðguminn er að koma og í síðasta kafla Opinberunarbókarinnar hrópa andinn og brúðurin: “Kom þú!”

Brúðkaup Krists mun verða þegar við komum inn í Guðsríkið. Hvað þýðir það fyrir okkur hér í tímanum að keppa að því að verða brúður Krists? Við erum hvött til að vera vakandi og biðjandi, til þess að eiga nóg af olíu á lömpum okkar en olían kemur með því að lifa í nærveru Drottins. Þeir sem vilja verða brúður Krists þurfa að afneita holdinu og krossfesta það með öllum ástríðum þess og girndum. Brúðgumi sálna okkar þráir að við náum að eignast brúðarklæðin og Hann biður fyrir okkur.

Opinb. 19:7.

7Gleðjumst og fögnum og gefum honum dýrðina, því að komið er að brúðkaupi lambsins og brúður hans hefur búið sig

Brúðurin er kirkjan hans eða líkami Krists. Síðan er það val þeirra sem tilheyra kirkju Krists hvort þeir undirbúa sig sem brúði Krists og hafa brúðarklæðin klár fyrir stóra daginn.

Brúðkaup til forna í Ísrael eru frábær fyrirmynd af brúðkaupi lambsins. Það var faðir brúðgumans sem valdi brúði fyrir son sinn og þegar brúðurin hafði verið valin var samið um brúðar verðið.

Jesús Kristur hefur greitt gjaldið fyrir brúði sína með þvi að deyja á krossinu og gefa blóð sitt sem launsargjald fyrir hana.

Hin tilvonandi brúður gefur vilyrði sitt að hún vilji gefast þessum manni. Nú er hún og tilvonandi brúðgumi hennar heitbundin hvort öðru og það er alvöru trúlofun og sáttmáli. Trúlofunarsáttmálanum fylgdu gjafir til brúðarinnar, og gjafirnar voru til að minna á brúðgumann. Í dag er þetta venjulega trúlofunarhringur. Sá sem hefur verið keyptur með blóði lambsins fær gjafir heilags anda.

Heimili hennar breytist í undirbúnings stað fyrir að vera brúður. Brúðurin fer að gera allt klárt til þess að yfirgefa föðurhúsið og setjast að á öðrum stað með brúðguma sínum. Allt miðar að brúðkaupsdeginum og að sleppa tenglsum við föðurhúsið. Hún undirbýr brúðarklæðin og hefur þau klár fyrir daginn ásamt því að halda sér fallegri og hreinni. Við sem höfum verið keypt með blóði lambsins, verðum að sleppa því sem tilheyrir heiminum.

Brúðguminn kom til að sækja brúði sína eftir ákvörðun föður síns þegar búið var að útbúa heimili fyrir tilvonandi brúði og gera allt klárt fyrir brúðkaupsveisluna. Brúðurin fékk ekki að vita nákvæma dagsetningu og þurfti því að vera stöðugt viðbúin því að brúðguminn kæmi. Venja var að blása í Shófar horn til þess að tilkynna komu brúðgumans og einhver færi á undan og hrópaði: “Sjá, brúðguminn kemur.”

Hefðbundin brúður klæðir sig í hvít klæði sem eru algjörlega hrein ásamt því að vera í stíll, þ.e.a.s. ekki eitt atriði stingi í stúf við heildarmynd klæðnaðarins.

Þegar brúður Krists lifir í nánu samfélagi við Drottinn Jesús og brúðarklæðin eru tilbúin kemur hróp í hjarta hennar eftir brúðgumanum.

Drottinn gefi þér ríkulega náð til að vaxa sem brúður Krists!

Kolbeinn Sigurðsson

Að óttast Drottin er upphaf spekinnar
og að þekkja Hinn heilaga er hyggindi.
Með mínu fulltingi verða dagar þínir margir
og árum lífs þíns fjölgar.
Sértu vitur verður vitið þér til góðs
en sértu spottari þá mun það bitna á þér einum.

Minnist þess, systkin, hvernig þið voruð þegar Guð kallaði ykkur: Mörg ykkar voru ekki vitur að manna dómi, ekki voldug eða ættstór. En Guð hefur útvalið það sem heimurinn telur heimsku til að gera hinum vitru kinnroða og hið veika í heiminum til þess að gera hinu volduga kinnroða. Og hið lítilmótlega í heiminum, það sem heimurinn telur einskis virði, hefur Guð útvalið til þess að gera að engu það sem er í metum. Enginn maður skyldi hrósa sér fyrir Guði. Honum er það að þakka að þið eruð í samfélagi við Krist Jesú. Hann er orðinn okkur vísdómur frá Guði, bæði réttlæti, helgun og endurlausn. Eins og ritað er: „Sá sem vill hrósa sér hrósi sér í Drottni.“

Nú fullnaðist brátt sá tími er Jesús skyldi upp numinn verða. Beindi hann þá augum til Jerúsalem, einráðinn að fara þangað. Og hann lét sendiboða fara á undan sér. Þeir fóru og komu í Samverjaþorp nokkurt til að búa honum gistingu. En menn tóku ekki við honum því að hann var á leið til Jerúsalem. Þegar lærisveinar hans, þeir Jakob og Jóhannes, sáu það sögðu þeir: „Drottinn, eigum við að bjóða að eldur falli af himni og tortími þeim?“
En Jesús sneri sér við og ávítaði þá [og sagði: „Ekki vitið þið hvaða andi býr í ykkur. Mannssonurinn er ekki kominn til að tortíma mannslífum heldur til að frelsa.“] Og þeir fóru í annað þorp.
Á leiðinni sagði maður nokkur við Jesú: „Ég vil fylgja þér hvert sem þú ferð.“
Jesús sagði við hann: „Refar eiga greni og fuglar himins hreiður en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla.“
Við annan sagði hann: „Fylg þú mér!“
Sá mælti: „Drottinn, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn.“
Jesús svaraði: „Lát hina dauðu jarða sína dauðu en far þú og boða Guðs ríki.“
Enn annar sagði: „Ég vil fylgja þér, Drottinn, en leyf mér fyrst að kveðja fólk mitt heima.“
En Jesús sagði við hann: „Enginn sem leggur hönd á plóginn og horfir aftur er hæfur í Guðs ríki.“