Elsku heilagi faðir, ég legg þetta bænaefni í þínar hendur. Hún systir mín er mikið veik af krabbameini og ég bið þig Drottinn minn og Jeús minn að snerta við henni og koma með lækningu inn í hennar líf svo hún megi losna undan þessum krabbameinsanda sem á henni er. Ég bið í Jesú nafni, að þú rekir þennan krabbameinsanda í burtu svo að hún megi verða heil til anda, sálar og líkama. Þú ert almáttugur, Elsku Jesús Kristur þú ert læknir allra lækna, ég legg hér með þetta bænarefni í þínar hendur heilagi faðir. Verði þinn vilji elsku Drottinn minn, í þínu Jesú heilaga og blessaða nafni.

Innsend bæn.

Innsent bænarefni.