Lifandi Drottinn við komum fram fyrir þig í Jesú nafni og leggjum í þínar hendur ungan mann sem er að fást við illvígt krabbamein. Drottinn þú þekkir hann og hans aðstæður. Óttann og þrá hans eftir bata. Við biðjum þig um sigur inn í hans kringumstæður. Að þú mætir honum og gefir bestu mögulegu útkomu, viltu leiða alla lækna og hjúkrunarfólk og aðra sem að hans málum koma. Viltu hugga hann, lina þjáningarnar og gefa lausn. Viltu opna leiðir til að fjölskyldan megi koma saman og styðja hvert annað. Viltu hugga fólkið hans, tala til þeirra og umfaðma þau. Gefðu þeim styrk í gegnum þessar erfiðu aðstæður. Við biðjum þig Drottinn að þú takir þessa fjölskyldu og vini þeirra í þinn faðm. Takk fyrir að við getum leitað til þín og að allt samverkar til góðs þeim er Guð elska. Í Jesú heilaga nafni. Amen.

Innsent bænarefni.