Heilagi himneski faðir við viljum koma fram fyrir þig í Jesú nafni og leggja í þínar hendur 55 ára gamlan karlmann sem er í krabbameinsmeðferð, sem er honum erfið. Við biðjum að hann megi hafa styrk í gegnum meðferðina, að lyfin megi virka og lækning megi eiga sér stað. Drottinn þú þekkir hann og hans aðstæður. Megir þú lækna hann, umlykja á bak og brjóst, létta honum leiðina og gefa honum von. Megi hann finna sig frjálsan til að gleðjast þegar það er tími til þess og megi hann halla höfði sínu að þér, himneski faðir, þegar sorgin, efinn og sársaukinn hefur sinn tíma. Megir þú hugga aðstandendur hans og gefa þeim öllum styrk. Við biðjum þig okkar heilagi faðir að þú umfaðmir þessa fjölskyldu og vini þeirra og þökkum þér að allt samverkar til góðs þeim er Guð elska. Í Jesú heilaga nafni. Amen.

Innsent bænarefni.