Heilagi himneski faðir við viljum koma fram fyrir þig í Jesú nafni og leggja í þínar hendur eiginmann og faðir sem liggur á sjúkrahúsi nær dauða en lífi. Drottinn við leitum til þín sem hefur sigrað dauðann. Læknar segja litla sem enga von fyrir hann því hann lenti í hjartastoppi eftir árekstur. Algóði Guð við eigum von í þér og við biðjum um kraftaverk. Hughreystu læknana, talaðu til allra sem koma að umönnun og lækningu þessa manns. Umfaðmaðu, verndaðu, læknaðu og styrktu. Verði þinn vilji. Við biðjum einnig fyrir eiginkonu hans og börnum að þú Drottinn umvefjir fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum, huggir þau og mætir þeim, í Jesú heilaga nafni. Amen.

Innsent bænarefni.