Heilagi faðir við komum fram fyrir þig í Jesú nafni og þökkum þér að þú ert mitt á meðal okkar. Takk fyrir náð þína og nærveru. Við leggjum í þínar hendur konu á miðjum aldri sem lenti í erfiðri bílveltu og liggur illa farin á spítala. Við biðjum þig um algera vernd henni til handa, við biðjum um kraftaverk, líkamlega og andlega lækningu. Drottinn Guð viltu umlykja hana á bak og brjóst og hugga aðstandendur hennar. Miskunnsami Guð í kærleika þínum er kraftur til umbreytingar. Leyfðu okkur að komast að raun um, að þú getur látið gleði vaxa upp úr sorginni. Við komum fram fyrir þig með áhyggjur okkar með bæn, beiðni og þakkargjörð. Verði þinn vilji í Jesú heilaga nafni. Amen.

Innsent bænarefni.