Heilagi faðir við komum fram fyrir þig í Jesú nafni og þökkum þér að þú ert mitt á meðal okkar. Takk fyrir náð þína og nærveru. Við leggjum í þínar hendur miðaldra karlmann sem er í rannsóknum. Drottinn þú þekkir hann og hans aðstæður. Megir þú lækna hann, umlykja á bak og brjóst, og snerta við öllum sem koma að hans rannsóknar- og bataferli. Megi allt koma fram sem þarf að koma fram. Við leggjum fram fyrir þig áhyggjur okkar í þessari bæn, leggjum fram beiðni um bata og þökkum þér allt með þakkargjörð. Verði þinn vilji í Jesú heilaga nafni. Amen.

Innsent bænarefni.