Heilagi faðir við komum fram fyrir þig í Jesú nafni og þökkum þér að þú ert mitt á meðal okkar. Takk fyrir náð þína og blessun. Við leggjum í þínar hendur konu sem fékk alvarlegt heilablóðfall. Drottinn þú þekkir hana og hennar aðstæður. Við lyftum til þín fjölskyldu hennar og vinum og biðjum um huggun þeim til handa. Við biðjum þig að umfaðma konuna að þér, lækna hana og styrkja, megi hún lifa og dafna í þínum vilja. Himneski faðir við leitum þín og þíns vilja en biðjum um kraftaverk. Við leggjum fram fyrir þig áhyggjur okkar í þessari bæn, leggjum fram beiðni um bata og þökkum þér allt með þakkargjörð. Verði þinn vilji í Jesú heilaga nafni. Amen.

Innsent bænarefni.