Heilagi himneski faðir við viljum koma fram fyrir þig í Jesú nafni og leggja í þínar hendur faðir fjögurra barna sem hefur greinst með krabbamein. Þú þekkir hann og hans aðstæður. Við biðjum þig um sigur inn í hans kringumstæður og fullan bata. Megir þú lækna hann, leiða alla lækna og hjúkrunarfólk og aðra sem að hans málum koma. Megir þú hugga aðstandendur hans og gefa þeim öllum styrk. Við biðjum þig Drottinn vor að þú umfaðmir þessa fjölskyldu og vini þeirra og þökkum þér að allt samverkar til góðs þeim er Guð elska. Í Jesú heilaga nafni. Amen.

Innsent bænarefni.