Á þriðja degi var brúðkaup í Kana í Galíleu. Móðir Jesú var þar. Jesú var og boðið til brúðkaupsins og lærisveinum hans. 3 En er vín þraut segir móðir Jesú við hann: „Þeir hafa ekki vín.“
Jesús svarar: „Hvað viltu mér, kona? Minn tími er ekki enn kominn.“
Móðir hans sagði þá við þjónana: „Allt það sem hann segir ykkur, það skuluð þið gera.“
Nú voru þar sex vatnsker úr steini samkvæmt reglum Gyðinga um hreinsun og tók hvert þeirra tvo mæla eða þrjáJesús segir við þá: „Fyllið kerin vatni.“ Þeir fylltu þau á barma. Síðan segir hann: „Ausið nú af og færið veislustjóra.“ Þeir gerðu svo. Veislustjóri bragðaði vatnið, sem var orðið vín, og vissi ekki hvaðan það var en þjónarnir, sem vatnið höfðu ausið, vissu það. Þá kallaði veislustjóri á brúðgumann og sagði: „Allir menn bera fyrst fram góða vínið og síðan hið lakara er menn gerast ölvaðir. Þú hefur geymt góða vínið þar til nú.“
Þetta fyrsta tákn sitt gerði Jesús í Kana í Galíleu og opinberaði dýrð sína og lærisveinar hans trúðu á hann.
Eftir þetta fór hann ofan til Kapernaúm ásamt móður sinni, bræðrum og lærisveinum. Þar voru þau nokkra daga.
Viltu ganga að eiga..? Viltu með Guðs hjálp reynast…?
Já – er svarið vitandi vits.
Margir segja jáin sín tvö um þessar mundir. Jáið nær einnig yfir allar þær vonir og væntingar sem hringurinn -um banda ástar og trúfesti -sem dreginn er á fingur vitnar um. Og stundum eru jáin löngu sögðu, í glímunni við að vera til og með hvert öðru. Og fólkið sem finnur til vináttu við brúðhjónin vilja þeim allt hið besta, og óskin að allt lánist nú vel í hinu ókomna, bæði í lífi þeirra og starfi.
Stundum er það þannig, að hið ókoma,
þetta sem er að koma, bankar upp á hjá manni,
snökkt eins og högg á hurð.
En af því að maður lýkur upp hurðinni sem var bankað á,
fyrir framtíðarlandinu og segir já, en ekki nei, við hinu ókomna,
þá verður lífið öðru vísi,
vegna þess, að það sem komið er,
breytti hinu innra lífi manns,
en þú tókst ekki eftir því þegar það kom,
en sérð það síðar
því það leysti úr læðingi
það sem var ekki aðeins sjálfum þér að gagni,
heldur og varð maður öðrum að gagni.
Þannig hefur það sem kemur – áhrif á okkur. En það kemur ekki alltaf að utan, stundum og iðulega býr það í manni sjálfum. En er bara ekki komið til vitundar.
Það getur líka verið harla vont sem kemur úr djúpi sálarinnar. Ekki aðeins vont heldur og erfitt og snúið. Það er eins og ólga sem tekur öll völd í lífinu. Það getur verið eyðandi máttur sem þarf að horfast í augu við. Og þá þarf kjark og áræðni til að gefa því komna rými til að hægt sé að temja það í stað þess að bæla niður eða afneita. Og fæstir geta það einir.
Sagan um brúðkaupið í Kana er nánast aldrei lesin í samhengi brúðkaups. Flestir sjá sjálfssagt yfirfljótandi áfengi og í kjölfarið heljarnins fyllerí. Og ekki er það nú góður boðskapur til að taka með sér í veisluna og réttlætingar á öllu áfenginu sem boðið er upp á þar.
En hún er merkingarbær og með táknrænum hætti getur haft áhrif á þróun hjónabandsins sem er að stofnast.
Jú reyndar var í þeirri sögu að binda saman konu við karl.
En þarna birtis nærveran sjálf og breytti vatni í vín.
Kannski við séum í raun eins og vatn – með táknræðnum hætti og með táknrænum hætti þarf að breyta þessu vatni lífsins sem við þá erum í það vín sem er lífgefandi.
Brúðkaupið í Kana gæti þannig verið okkur vísbending eða SYMBOL um breytingu,
umbreytingu
að það er ekki aðeins nóg að tveir einstaklingar bindist böndum
– svona í lágréttum fleti-
þá þarf hina lóðrétta þætti í hjónabandið- eða frekar, hinn lóðrétta þátt í líf einstaklingins.
Hann þarf að vera tengdur í lágréttu ási og hann þarf að vera tengur í lóðréttu ási. Þetta tvennt myndar táknmynd krossins í hverri sál sem þennan veg fetar.
Og þessi nærvera sem verður þannig í þér verður að eins konar krossgötu í þér og opnar um leið nærveru við aðra sál, annarar manneskju
sem hjálpar þér að breyta tilveru þinni,
til að þú náir að verða sú manneskja sem þú geymir:
þessi umbreyting í manneskjunni sem gerir hana heila, í og vegna nærveru annarrar manneskju.
Áskorunin er þessi
að hjónabandið hjálpið þér til þessara þátta.
Hjálpa hjónunum að vaxa en ekki þrengja að – eins og gerist oft.
Maður þarf að átta sig á þessu ástandi sem verður í manni og þetta er kallað þroski,
að verða heill.
Ó, lífsins faðir, láni krýn
í lífi’ og dauða börnin þín,
sem bundust trú og tryggðum.
Lát geisla þinnar gæsku sjást
í gegnum þeirra hjónaást
með gulli dýrri dyggðum.
Þitt ráð, þín náð
saman tengi, gefi gengi,
gleðji, blessi
hér og síðar hjónin þessi.
Boye – Grundtvig – Sb. 1801
Matthías Jochumsson
Sr. Axel Árnason Njarðvík
Svo segir Drottinn Guð
sem skapaði himininn og þandi hann út,
sem breiddi út jörðina með öllu sem á henni vex,
sá er andardrátt gaf jarðarbúum
og lífsanda þeim sem á jörðinni ganga:
Ég, Drottinn, kallaði þig í réttlæti
og held í hönd þína.
Ég móta þig,
geri þig að sáttmála fyrir þjóðirnar
og að ljósi fyrir lýðina
til að opna hin blindu augu,
leiða fanga úr varðhaldi
og úr dýflissu þá sem í myrkri sitja.
Með því að trúa á Krist Jesú eruð þið öll Guðs börn. Þið öll, sem eruð skírð til samfélags við Krist, hafið íklæðst Kristi. Hér er hvorki Gyðingur né annarrar þjóðar maður, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þið eruð öll eitt í Kristi Jesú. Ef þið eruð í samfélagi við Krist þá eruð þið niðjar Abrahams og erfið það sem honum var heitið.
Ætlið ekki að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema heldur uppfylla. Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu uns allt er komið fram. Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það mun kallast minnstur í himnaríki en sá sem heldur þau og kennir mun mikill kallast í himnaríki.