Jesús Kristur – Jóhannesarguðspjall 14:6-10

„Jesús segir við hann (Tómas): „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. Ef þér hafið þekkt mig munuð þér og þekkja föður minn. Héðan af þekkið þér hann og hafið séð hann.“

Filippus segir við hann: „Drottinn, sýn þú okkur föðurinn. Það nægir okkur.“

Jesús svaraði: „Ég hef verið með yður allan þennan tíma og þú þekkir mig ekki, Filippus? Sá sem hefur séð mig hefur séð föðurinn. Hvernig segir þú þá: Sýn þú oss föðurinn?  Trúir þú ekki að ég er í föðurnum og faðirinn í mér? Það sem ég segi við yður eru ekki mín orð. Faðirinn, sem í mér er, vinnur sín verk.

Við erum kristin vegna þess að við trúum á Jesú Krist, krossfestan og upprisinn frelsara okkar.  Kristin trú eru fjölmennustu trúarbrögð veraldar.  Innan kristinnar trúar eru þó ýmsar kirkjudeildir sem hafa sín sérkenni.  Kristnir menn eiga vissulega að virða lífsskoðanir þeirra sem tilheyra öðrum trúarbrögðum þótt þeir séu óssamála þeim.  Þeir sem eru annarrar trúar eru líka náungar okkar og okkur ber að koma fram við þá sem slíka.  Okkur kristnum mönnum er þó nauðsynlegt að átta okkur á því hvað það er að vera kristinn.  Í trúarjátningunni okkar játum við þau grundvallaratriði sem kristin trú byggir á.  Jesús segir um sjálfan sig að hann sé eini vegurinn til Guðs.  Það eru engar aðrar leiðir til þess Guðs sem við trúum á.  Þess vegna getum við auðveldlega hafnað öllum hugmyndum sem benda á einhverja aðra leið til Guðs heldur en Krist.

Kærleikurinn – 1. Korintubréf 13:4-8a.

„Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki.

Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.

Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin,

hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.

Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum.

Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.

Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.“

Kærleikurinn er það sem á að einkenna kristna menn.  Í þessum texta er sagt frá því að kærleikurinn umberi allt en það er ekki verið að segja að hann samþykki allt.  Hjá kristnum mönnum er Guð í 1. sæti. Á hann setjum við okkar grundvallartraust.  Ef við segjum okkar grundvallartraust á eitthvað annað en Guð, s.s. okkur sjálf, peninga, einhverja menn, jafnvel steina, fjöll, tré ofl. Þá er það orðið að okkar guði.  Slíkt kallast skurðgoðadýrkun á máli Biblíunnar.

Traust okkar – Rómverjabréfið 1:25

„Þeir völdu lygina í staðinn fyrir sannleika Guðs, hafa göfgað og dýrkað hið skapaða í stað skaparans, hans sem er blessaður að eilífu.“

Þetta eru hörð orð en við þurfum stöðugt að vera á verði gagnvart því sem við setjum okkar traust á.  Guð er sá sem við tölum um sem skaparann, höfundinn, lífgjafann.  Allt annað, hversu yndislegt sem það er, er sköpun.  Þó við virðum sköpunina þá setjum við ekki okkar grundvallartraust á hana heldur á skaparann.

Séra Sigurður Grétar Sigurðsson

„Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki.

Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.

Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin,

hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.

Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum.

Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.

Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.“

„Þeir völdu lygina í staðinn fyrir sannleika Guðs, hafa göfgað og dýrkað hið skapaða í stað skaparans, hans sem er blessaður að eilífu.“

„Jesús segir við hann (Tómas): „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. Ef þér hafið þekkt mig munuð þér og þekkja föður minn. Héðan af þekkið þér hann og hafið séð hann.“

Filippus segir við hann: „Drottinn, sýn þú okkur föðurinn. Það nægir okkur.“

Jesús svaraði: „Ég hef verið með yður allan þennan tíma og þú þekkir mig ekki, Filippus? Sá sem hefur séð mig hefur séð föðurinn. Hvernig segir þú þá: Sýn þú oss föðurinn?  Trúir þú ekki að ég er í föðurnum og faðirinn í mér? Það sem ég segi við yður eru ekki mín orð. Faðirinn, sem í mér er, vinnur sín verk.